Þriðjudaginn 3. september næstkomandi kl. 13-17 fer fram stórfundur fyrir íbúa Norðurlands vestra í Menningarhúsinu Miðgarði. Þar verður haldið áfram að vinna að mótun framtíðarsýnar Norðurlands vestra í tengslum við gerð sóknaráætlunar áranna 2020-2024. Á sama tíma er unnið að sviðsmyndagreiningu fyrir atvinnulífið til ársins 2040.

Íbúar Norðurlands vestra eru hvattir til að mæta og koma sínum hugmyndum á framfæri. Yfirgripsmesta þekkingin á landshlutanum býr hjá íbúunum og því er afar mikilvægt að sem flestir taki þátt í vinnunni.

Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn. Skráning fer fram hér https://bit.ly/2MBy8D0

Sóknaráætlanir eru stefnumótandi áætlanir sem taka til starfssvæða landshlutasamtaka sveitarfélaga. Í þeim koma fram stöðumat viðkomandi landshluta, framtíðarsýn, markmið og aðgerðir til að ná þeim markmiðum.