Stór dagur á Ljóðasetrinu

Á laugardaginn síðastliðinn var einn af stærri dögum í heimsóknum á Ljóðasetrinu á Siglufirði. Nokkrir hópar komu í heimsókn og fengu fyrirlestur frá forstöðumanni, ljóðalestur og söng, en um 100 gestir kíktu í heimsókn á þetta skemmtilega safn á Siglufirði. Formlegri opnun setursins er lokið en hægt er að hafa samband við forstöðumann til að láta opna fyrir hópa.