Tveir af mestu lagahöfundum Íslands, þeir  Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson, Stebbi og Eyfi, verða með tónleika í Sauðárkrókskirkju miðvikudaginn 25. apríl kl. 20:30. Kapparnir eru á tónleikaferð um landið og flytja nokkrar notalegar ábreiður í bland við annað efni sem þeir hafa flutt í gegnum tíðina.

Þeir verða einnig með tónleika í Hofsósskirkju fimmtudaginn 26. apríl kl. 20:30.

Stefán og Eyjólfur hafa starfað saman í áratugi og komu meðal annars fram í Eurovison fyrir Íslands hönd árið 1991 með lagið Nína. Þá hafa þeir gefið undanfarin ár út plöturnar “Nokkrar notalegar ábreiður” og “Fleiri notalegar ábreiður”