Starfshópur um aðgerðir til eflingar nýsköpunar í Skagafirði hefur verið myndaður. Í hópnum eru fimm einstaklingar sem hafa farsæla reynslu af nýsköpunar-, tækni- og frumkvöðlastarfsemi til þess að koma með tillögur að eflingu nýsköpunar í Skagafirði. Hópurinn á að vinna hratt og vel og skila af sér niðurstöðu í formi skýrslu eða minnisblaðs til byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem inniheldur greiningu mögulegra sviðsmynda um eflingu nýsköpunar á svæðinu. Niðurstöður liggi fyrir innan 3ja til 4ja vikna.

Hópinn skipa:
Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, verkefnastjóri hjá Genís, formaður.
Dr. Bjarni Kristófer Kristjánsson, prófessor og deildarstjóri fiskeldis- og fiskalíffræðideildar Háskólans á Hólum.
Kristinn Hjálmarsson, framkvæmdastjóri hjá Icelandic Sustainable Fisheries.
Stella Björg Kristinsdóttir, forstöðumaður sölu-, markaðs og vöruþróunar hjá
Mjólkursamlagi KS.
Dr. Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður Sjávarklasans.

Með hópnum starfa einnig Sigfús Ólafur Guðmundsson og Heba Guðmundsdóttir, verkefnastjórar í atvinnu-, menningar- og kynningarmálum hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.