Mörgum íbúum við Eyjafjörð brá í brún um áttaleytið í gærkvöldi þegar hár hvellur kvað við. Verktakafyrirtækið G. Hjálmarsson sprengdi þá bergklöpp í Vaðlaheiði sem nota á í undirstöður fyrir bráðabirgðabrú í tengslum við gerð Vaðlaheiðarganga. Lögregla lokaði veginum á meðan.

Hjálmar Guðmundsson, verkstjóri, segir að úr sprengingunni hafi komið um 3.500 rúmmetrar af efni. Hann segir að fyrirtækið ætli að sprengja upp tvo kletta í viðbót, en þær sprengingar verði smærri í sniðum og hljóðlátari.

Heimild: www.ruv.is