Söngkeppni Samfés fer fram í Laugardalshöll laugardaginn 3. mars kl. 13, en flytja krakkar úr félagsmiðstöðvum vítt og breytt af landinu 30 atriði sem valin hafa verið í undankeppnum um land allt.  Á síðasta ári hlaut atriði Félagsmiðstöðvarinnar Friðar í Skagafirði sérstaka viðurkenningu sem faglegasta atriði, en þá söng Sigvaldi Gunnarsson og lét á gítar ásamt fríðum flokki bakraddasöngkvenna.  Nú munu tvær af þessum bakraddasöngkonum halda uppi heiðri Friðar í keppninni, en það eru þær Bergrún Sóla sem syngur, Sunna Líf sem leikur á píanó og með þeim verður Daníel Logi sem leikur á gítar.  Þau munu flytja lagið Ó elskan mín sem er úr smiðju Guns N Roses, en með íslenskum texta Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar.

Hús frítímans á Sauðárkróki opnar af þessu tilefni kl. 13 á laugardaginn þar sem söngkeppnin verður sýnd á stóru tjaldi og eru sem flestir hvattir til að mæta og fylgjast með sínu fólki.