Fjallabyggð hefur opnað tilboð sem bárust í 3. áfanga á grunnskólalóðinni á Siglufirði vegna endurgerðar lóðarinnar. Alls bárust þrjú tilboð sem voru öll frekar jöfn.  Aðeins munaði rúmum 20 þúsund krónum á tveimur lægstu tilboðunum. Kostnaðaráætlun er í verkið var kr. 11.253.440. Lægsta tilboðið sem barst var frá Sölva Sölvasyni kr. 12.352.925. Fjallabyggð hefur samþykkt að taka tilboði lægstbjóðenda í verkið.

Tilboð bárust frá:
Sölvi Sölvason 12.352.925
Fjallatak ehf 12.371.350
Bás ehf 12.992.825