Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur á Möðruvöllum í Hörgárdal var valin í embætti vígslubiskups á Hólum. Atkvæði voru talin í dag í síðari umferð kosninga. Kosið var á milli hennar og Kristjáns Björnssonar, sóknarprests í Vestmannaeyjaprestakalli. Solveig Lára fékk 96 atkvæði og Kristján 70

Nýr vígslubiskup að Hólum verður vígður á Hólahátíð í ágúst og tekur við embætti 1. september.