Laugardagsmorguninn 11. ágúst 2018 milli kl. 08:00 og 09:00 sést deildarmyrkvi á sólu frá Íslandi, þar sem ský skyggja ekki á sólina.  Í deildarmyrkva gengur tunglið fyrir hluta sólar.  Við hámark á þessum myrkva hylur tunglið 17-25% af þvermáli sólar séð frá Íslandi.  Veðurstofa Íslands greinir frá þessu.

Í Reykjavík hefst myrkvinn kl. 08:10, en þá er sól 18° yfir sjónbaug.  Hámarki nær deildarmyrkvinn þar kl. 08:44, en þá er sólin komin 21° yfir sjónbaug.  Þá hylur tunglið 20% af þvermáli sólar og birtuminnkun er 10%.  Deildarmyrkvanum lýkur í Reykjavík kl. 09:19 en þá er sólin komin 25° yfir sjónbaug.  Myrkvinn er mestur nyrst á landinu þar sem tungl nær að hylja 25% af þvermáli sólar og veldur 15% birtuminnkun.  Þessi sólmyrkvi sést hvergi á jörðinni sem almyrkvi.

Sólmyrkvi

Heimild: vedur.is