Áralöng hefð er fyrir því að halda uppá fyrsta sólardag í Fjallabyggð en sólin hverfur bakvið fjöllin í rúmar 10 vikur og birtist á Siglufirði 28. janúar og 25. janúar í Ólafsfirði. Nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar og Leikskóla Fjallabyggðar hafa fyrir sið að fjölmenna eftir hádegi á kirkjutröppurnar á Siglufirði og syngja lög til sólarinnar.
Heimamönnum finnst vert að halda upp á sólardaginn og gera það m.a. með því að gæða sér á “sólarpönnukökum”.
Sjálfsbjörg á Siglufirði hefur undanfarin ár haft það sem fjáröflun að baka “sólarpönnukökur” og selja. Hefð er fyrir því að fyrirtækjaeigendur kaupi pönnukökurnar og bjóði starfsfólki sínu upp á þær með kaffinu.
