Gullgengi ehf. hefur sagt upp rekstrarsamningi menningarhússins Miðgarðs í Skagafirði. Óskað er eftir að losna frá og með 1. október 2021. Uppsagnarfrestur samkvæmt samningi er 6 mánuðir en finnist rekstraraðili fyrir þann tíma er hægt að verða við óskum Gullgengis að losna undan samningi fyrr.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar mun auglýsa rekstur Menningarhússins Miðgarðs að nýju.
Menningarhúsið Miðgarður var opnað formlega með veglegri opnunarhátíð í byrjun Sæluviku árið 2009. Þetta fornfræga félagsheimili hefur tekið stakkaskiptum og er aðstaða hússins nú öll hin glæsilegasta.