ChitoCare Beauty body tvennan lotion og skrúbbur frá Primex hefur verið tilnefnt til Pure Beauty Awards sem eru alþjóðleg snyrtivöruverðlaun sem afhent verða í Dubai 16. apríl næstkomandi. ChitoCare Beauty er valið úr úrtaki sem telur 500 snyrtivörur sem flestar eru frá vörumerkjum sem þekkt eru um allan heim.
”ChitoCare Beauty er einstök húðvara sem byggir á íslenskri nýsköpun. Líftæknifyrirtækið Primex hefur þróað þessa húðvöru sem inniheldur virka efnið kítósan sem hefur sterka eiginleika sem stuðla að viðgerð húðarinnar. Þetta er mikill heiður fyrir Primex en líka fyrir íslenska frumkvöðlastarfsemi.” – Segir Sigríður Vigdís Vigfúsdóttir forstjóri Primex.
Primex er sjávarlíftæknifyrirtæki, stofnað á Siglufirði árið 1999 með hugmyndinni um að framleiða neysluvörur úr afurðum úr rækjuskel, sk. kítín og kítósan, en rannsóknir hafa sýnt að þau efni hafa einstaka virkni fyrir líkamann, s.s. fyrir húðina og meltinguna.
Árið 2012 hlaut Primex Nýsköpunarverðlaun Íslands fyrir framúrskarandi rannsóknir sínar og vöruþróun á kítín og kítósan.
Undanfarin ár hefur Primex selt vörur til annarra framleiðenda í snyrtivöru- og heilsugeiranum og mun halda því áfram, en er jafnframt að setja á markað eigin vörulínu, undir nöfnunum ChitoClear, ChitoCare, ChitoCare beauty og Liposan Ultra.
ChitoClear og ChitoCare eru græðandi húðvörur, fáanleg bæði fyrir dýr og menn, í gel- og spreyformi. Einstök virkni á opin sár og húðvandamál.
ChitoCare beauty er ný snyrtivörulína þar sem græðandi og mýkjandi áhrif kítósan fá að njóta sín.
Liposan Ultra eru náttúrulegar trefjar sem bindast við umframfitu úr fæðunni í maganum og hafa góð áhrif á meltinguna og kólisterólið í líkamanum. Liposan er fáanlegt með C-vítamíni og króm sem gefur aukna virkni, og bæði í hylkjum og duftformi.