Fjallabyggð stefnir að því að halda úti smíðavöllum á Siglufirði og í Ólafsfirði í sumar líkt og síðasta sumar. Smíðavellirnir verða opnir frá kl. 10:00 – 12:00, þrisvar til fjórum sinnum í viku í alls þrjár vikur frá 15. júlí – 1. ágúst.