Slökkvistarfi lauk rétt eftir miðnætti í nótt á Siglufirði.  Rjúfa þurfti gat á veggi í húsinu til að komast betur að eldinum og voru meðal annars notaðar til þess stórar vinnuvélar.
Lögregla og slökkvilið voru með vakt fram eftir nóttu verður síðan nánari rannsókn og skoðun í dag. Eldurinn kviknaði í einangrun í gömlum frystiklefa. Þarna var mikill eldmatur og erfitt að komast að með slökkvibúnað.  Bruggverksmiðjan Segull 67 er í hinum enda hússins og er talið að hún hafi sloppið alveg.