Slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu hefur sagt upp störfum vegna óánægju með fyrirhugaðan niðurskurð sem hann telur ógna öryggi samfélagsins. Hann gagnrýnir sveitarstjórnir Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps fyrir að sniðganga reglur um öryggi og viðbrögðum í brunavörnum.
Brunavarnir Austur-Húnavatnssýslu sinna hefðbundnum slökkvistörfum á svæðinu auk þess að hafa umsjón með klippibúnaði, en þjóðvegur eitt liggur í gegnum sýsluna. Hilmari Frímannssyni, sem ráðinn var sem slökkviliðsstjóri í haust, líst illa á áform um að skera niður bakvaktir hjá slökkviðliðinu. Það þýðir að enginn verður á bakvakt um kvöld og nætur á virkum dögum og aðeins einn maður um helgar.