Fundur foreldra nemenda í Grunnskóla Fjallabyggðar haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg 25. febrúar síðastliðinn, skorar á Vegagerðina að koma upp vindhraðamæli sem allra fyrst á Saurbæjarásnum í Siglufirði (á vegarkaflanum frá Fjarðará og að Héðinsfjarðargöngum). Skólabíll með nemendur hefur í tvígang orðið fyrir slíkri vindhviðu að hann hefur fokið út af. Fundurinn krefst viðbragða hið fyrsta til að tryggja öryggi barnanna. Continue reading Skora á Vegagerðina að koma upp vindhraðamæli