Skólasund nemenda Árskóla á Sauðárkróki hefst miðvikudaginn 24. ágúst í sundlauginni á Sauðárkróki og eru aðrir sundgestir beðnir um að taka tillit til þess.
Nánari upplýsingar um sundkennsluna má nálgast í afgreiðslu laugarinnar, en vakin er sérstök athygli á því að kennsla hefst fyrr en áður eða kl. 8:50 mánudaga-miðvikudaga.