Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar hefur kynnt fyrirkomulag skólaslita grunnskólans sem verða 31. maí. Í ár verða skólaslit Grunnskóla Fjallabyggðar í Siglufjarðarkirkju fyrir alla árganga. Skólaslit verða í tveimur hlutum. 1. – 5. bekkur mæta kl. 12:00 og 6.- 10. bekkur kl. 17:00.
Í framtíðinni er stefnt að því að skólaslit 6.-10. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar verði í menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði.