Skólarútan var biluð í morgun á Siglufirði og var því ekkert um skólaakstur til Ólafsfjarðar. Kennt var eftir óveðursskipulagi í Grunnskóla Fjallabyggðar í báðum bæjarhlutum. Kennsla féll niður í Menntaskólanum á Tröllaskaga í dag þar sem enginn rúta kom frá Siglufirði, og einnig var Ólafsfjarðarmúli ófær í morgun. Einhverjir kennarar buðu samt upp á kennslu yfir netið í MTR.