Allt skólahald í leik- og grunnskólum á Hólum, Hofsósi og í Varmahlíð fellur niður á morgun, mánudaginn 7. febrúar, vegna veðurútlits. Þá verða sundlaugarnar á Hosósi og í Varmahlíð jafnframt lokaðar fram eftir degi.

Skólahald á Sauðárkróki verður metið snemma í fyrramálið og skilaboð send foreldrum ef ástæða þykir til.