Í síðast liðinni viku skoðuðu 28 skógarbændur af Vesturlandi skóga í A-Húnavatnssýslu og Skagafirði. Í Austur-Húnavatnssýslu voru skógarbændur á Hamri í Langadal og Hofi í Vatnsdal  heimsóttir og í Skagafirði voru skógarbændur á Melum, Krithóll og Silfrastöðum heimsóttir. Tóku norðlenskir skógarbændur vel á móti kollegum sínum af Vesturlandi í blíðskapar veðri  og höfðu allir nokkuð gagn og gaman af.

Einnig voru Reykjahólsskógur í Varmahlíð, sem er í eigu Skógræktar ríkisins, og Hólaskógur sem skógræktarfélag Skagafjarðar hefur umsjón með skoðaðir. Sigurður Skúlason skógarvörður á Norðurlandi og Bergsveinn Þórsson, svæðisstjóri hjá Norðurlandsskógum voru meðal þeirra sem tóku á móti hópnum.

Heimild: www.nls.is