Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður með breyttu sniði. Framhalds- og háskólum verður lokað og fjarkennsla útfærð en starf leik- og grunnskóla verður áfram heimilt. Nánari útfærslur þess verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda en sveitarfélög landsins vinna nú að skipulagningu skólastarfs miðað við framangreindar ákvarðanir.

Þegar hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars verði starfsdagur í Leikskóla Fjallabyggðar og Grunnskóla Fjallabyggðar til þess að stjórnendur og starfsmenn geti skipulagt skólastarfið sem best á því tímabili sem takmörkunin nær til og undirbúið breytingar.

Kennsla einstaklinga í Tónlistarskólanum á Tröllaskaga verður óbreytt á mánudag.

Breytingar á skipulagi skólastarfs verða kynntar foreldrum með fréttum og tölvupósti þegar þær liggja fyrir á mánudag.

Heimild: fjallabyggð.is