Það er ólíkur árangur liðanna á Norðurlandi í knattspyrnu þetta sumarið. Magni frá Grenivík hefur tryggt sér sæti í 2. deild karla í knattspyrnu en þeir hafa unnið 13 leiki af 15 í sumar og eru ósigraðir í 3. deildinni.  Dalvík/Reynir hefur átt mjög erfitt tímabil og hafa tapað 13 leikum af 17 og aðeins unnið 2 leiki í sumar. Continue reading