Fimmtudaginn 12. september n.k. mun Njörður S. Jóhannsson módelsmiður á Siglufirði afhenda Pálshúsi í Ólafsfirði þilskipið Gest og áttæringjann Blika að gjöf. Athöfnin hefst kl. 17:00 og er öllum opin og fólk hvatt til að mæta og sjá þessar listasmíðar.

Skipin munu verða til sýnins Í Pálshúsi á opnunartíma safnsins frá kl. 11-17 og stendur til og með 15. september n.k.