Landlæknir hefur gefið út eftirfarandi leiðbeiningar vegna kórónaveirunnar.

Mikil smitáhætta

Skilgreind svæði með mikla smitáhættu: 

  • Kína
  • Suður-Kórea
  • Íran

Eftirfarandi héruð á Ítalíu: 

  • Lombardía
  • Venetó
  • Emilía Rómanja
  • Píemonte

Sóttvarnalæknir ráðleggur gegn ónauðsynlegum ferðum á ofangreind svæði.

Nokkur orð um sóttkví

Einstaklingar sem hafa verið á þessum svæðum eru beðnir um að vera í sóttkví í 14 daga frá dvöl á áhættusvæði. Ef einstaklingur eingöngu flýgur til eða frá svæði með mikla smitáhættu eða keyrir í gegnum slíkt svæði er EKKI þörf á sóttkví. Eingöngu ef dvalist er á svæðinu í að minnsta kosti eina nótt.

Lítil smitáhætta

Skilgreind svæði með litla smitáhættu: Önnur landsvæði Ítalíu en ofangreind fjögur.

  • Tenerife
  • Hong Kong
  • Japan
  • Singapúr

Gott hreinlæti er nauðsyn

Einstaklingar sem eru á þessum svæðum eða hafa verið á þessum svæðum á undanförnum dögum eru beðnir um að gæta ítrasta hreinlætis og huga að sýkingavörnum. Það innifelur með annars að þvo hendur oft og vel, hafa klút fyrir andlitið við hnerra/hósta eða hnerra/hósta í olnbogabót og nota handspritt. Handþvottur, það að forðast að snerta augu, nef og munn og það að forðast að heilsa með handabandi eru lykilatriði til að forðast smit og fækka smitleiðum.

1700 Oog Heilsuvera.is

Tilkynnið þau veikindi til 1700 eða næstu heilsugæslu sem koma upp innan 14 daga frá heimsókn á ofangreind svæði og greinið frá ferðasögu. Ekki leita læknisaðstoðar hjá heilsugæslu eða sjúkrahúsum nema hringja fyrst og fá leiðbeiningar. Í síma 1700 fást allar nánari upplýsingar. Athugið að á Heilsuveru (https://www.heilsuvera.is) er öflugt netspjall og þar er sömuleiðis þjónustugátt fyrir allar heilsugæslustöðvar í landinu.

Nánari upplýsingar á sérvef landlæknis um um skilgreind svæði með smithættu kórónuveiru covid-19

COVID19: Skilgreind svæði með smitáhættu og upplýsingar um sóttkví