Skíðasvæði Tindastóls hefur lokað en keppnin um Ísmanninn fór fram í gær á svæðinu, sem var einnig síðasti opnunardagurinn á vertíðinni. Yngvi Yngvason hreppti titilinn í ár en keppnin var haldin í þriðja sinn og hefur Yngvi unnið tvisvar í heildina. Stefnt er að því að opna svæðið aftur 1. desember.