Skíðavertíðinni lokið í Tindastóli

Skíðavertíðinni á Skíðasvæði Skagfirðinga í Tindastóli er nú lokið. Það voru 77 opnunardagar þennan veturinn og 4100 gestir sem heimsóttu svæðið og nýttu sér þessar frábæru brekkur sem í Tindastól eru.

Það vakti athygli hvað fáir komu á gönguskíði í vetur eins og aðstæður eru góðar til göngu, upplýst braut og hvað eina það er umhugsunarefni en það voru eingöngu nokkrir tugir manna sem nýttu brautina, þannig að ekki hefur verið mikið slit á göngusvæðinu. Þegar litið er yfir liðinn vetur kemur upp í hugann fremur óstöðugt veðurlag en snjóalög mjög góð.

Það var svipuð aðsókn á svæðið í vetur og var síðasta ár. Ljóst er að fjölga verður gestum með einhverjum ráðum þannig að svæðið beri sig og hægt verði að bjóða upp á viðunandi aðstöðu á Skíðasvæði Skagifirðinga í Tindastóli.