Öllum skíðasvæðum á landinu hefur verið lokað vegna samkomubanns og tilmæla frá sóttvarnarlækni. Skíðagöngubrautum verður haldið opnum eins og aðstæður leyfa en hafa skal minnst tvo metra á milli fólks. Allar keppnir falla niður.

Þetta kemur á versta tíma fyrir skíðasvæðin á Norðurlandi, og í raun alger skellur þar sem núna eru loksins frábær skilyrði fyrir skíðaiðkun eftir erfiðan vetur og víða hafa opnunardagar verið færri en venjulega vegna veðursins í vetur. Vonandi ná skíðasvæðin að opna aftur eftir bannið en það er með öllu óvíst eins og staðan er núna og ekki hægt að spá fyrir um hvort snjór haldist nægur í þann tíma.

Tindaöxl