Skíðasvæðið í Tindastóli verður opið til klukkan 16 í dag. Núna er snjókoma og hægviðri þessa stundina og færið er alveg ágætt.  Það er um að gera að nota nú páskafríið vel og drífa sig á skíði.

  • kl. 10:00 til 16:00 Opið á skíðasvæðinu.
  • Troðin göngubraut bara fyrir alla.
  • Mætum í eftirtektarverðum fötum 
  • kl. 12.00   Paint ball skotið í mark, verð 1000 kr hver 100 skot
  • kl. 13.00   Þrautabraut fyrir 8 ára og yngri allir fá páskaegg að loknum tveimur ferðum.
  • kl. 13.00   Hæfnisbraut á brettum, páskaegg í verðlaun,  mikið hlegið.  
  • Kl. 14:00   Snjóþotu- og sleðarall – Músík í fjallinu.