Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði opnar á næstu dögum samkvæmt umsjónarmönnum svæðisins. Samkvæmt heimasíðu svæðisins er stefnt að því að opna mánudaginn 16. desember næstkomandi. Starfsmenn svæðisins vinna nú við að koma meiri snjó á svæðið en snjóað hefur um 30 cm síðustu daga. Það er nokkuð ljóst að skíðavertíðin er að hefjast á Siglufirði.

Ljósmynd: skarðsdalur.is