Skíðasvæðið á Siglufirði opnar aftur í dag

Fyrsti opnunardagur skíðasvæðisins í Skarðsdal á Siglufirði var óvænt síðastliðinn föstudag. Það var búið að vera opið í tæplega 30 mínútur þegar loka varð svæðinu aftur vegna veðurs. Í gær var svo lokað vegna veðurs einnig, en í dag mun svæðið opna kl. 12-16. Hægt er að fylgjast með nánari fréttum og veðurstöðinni á svæðinu á skardsdalur.is.