Skíðafélag Ólafsfjarðar hefur náð að gera við skíðalyftuna í Tindaöxl, en hún skemmdist í óveðrinu í desember og hefur verið óvirk síðan. Á morgun stefnir félagið að því að halda Alþjóðlega snjódaginn, sunnudaginn 26. janúar.

Dagskrá:
Alpagreinaæfing kl 11:00 – 12:10
Kakópása kl 12:10 – 12:30
Alpagreinaæfing kl 12:30 – 13:45
Skíðagönguæfing kl 12:30 – 13:45
Klukkan 13:45, kakó og léttar veitingar í skíðaskálanum.
Foreldrar eru sérstakelga hvattir til að mæta á skíði með krökkunum og taka þátt í æfingunum.
Auðvitað eru allir velkomnir, foreldrar, afar og ömmur, velunnarar o.s.frv.