Byrjendanámskeið í skíðakennslu Tindastóls hefst miðvikudaginn 21. mars og stendur til 25. mars. Kennt er í eina klukkustund í senn.
Dagskráin er:
- miðvikudagur 16:00-17:00
- fimmtudagur 16:00-17:00
- föstudagur 16:00-17:00
- sunnudagur 11:00-12:00 og 13:00-14:00
- Gjaldið er 10,000.-kr
Krakkarnir geta fengið búnað á leigunni endurgjaldslaust á meðan á námskeiðinu stendur. Foreldrar geta fengið búnað endurgjaldslaust í einn dag. Markmiðið er að allir verði skíðandi og geti tekið lyftu eftir námskeiðið.
Skráning fer fram frá 15.mars til 18.mars á Skíðasvæði Tindastóls.