Sveitarfélagið Skagafjörður hefur keypt snjótroðara af gerðinni Leitner Leitwolf, árgerð 2011 fyrir Skíðadeild Tindastóls.
Um er að ræða troðara sem var upptekinn á verkstæði hjá Prinorth í ágúst 2020. Snjótroðari þessi telst eign Sveitarfélagsins Skagafjarðar og er viðbót við aðrar eignir sveitarfélagsins á skíðasvæðinu í Tindastóli.