Það hafa verið margir góðir 0pnunardagar á Skíðasvæðinu í Skarðsdal síðustu daga. Æfingar Skíðafélags Siglufjarðar Skíðaborg eru komnar á fullt og nú síðdegis var æfing yngri kynslóðarinnar í fjallinu. Þvílík forréttindi að hafa þetta svæði til æfinga fyrir börnin.  Útsýnið ekki að verri endanum frá þessum stað. Myndin er fengin að láni frá Skíðafélagi Siglufjarðar.

Mynd: Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg.