Siglo Freeride er þriggja daga keppni og helgarviðburður fyrir skíða- og snjóbrettafólk með áherslu á rennsli utan brauta. Keppnin hófst í gær á skíðasvæðinu
á Siglufirði og gefur stig inn á alþjóðlegan styrkleikalista. Á Siglufirði munu um 50 keppendur renna sér niður fjallshlíðar og því er mikil veisla í vændum fyrir áhugamenn
um rennsli utanbrauta. Skíðasvæðið er opið í dag fyrir almenning frá kl. 10-16 og er hægt að velja úr tíu skíðaleiðum. Samkvæmt upplýsingum frá umsjónarmanni skíðasvæðisins er 6 stiga hiti og mun færið mýkjast þegar líður á daginn.