Bókasafn Fjallabyggðar hefur tilkynnt um skerta þjónustu næstu vikur vegna samkomubanns.
Hefðbundinn afgreiðslutími frá kl. 13:00-17:00 virka daga.
Gestir safnsins eru hvattir til að nota handspritt sem staðsett er við inngang.
Skert þjónusta verður sem hér segir:
- Dagblöðin liggja ekki frammi
- Tímarit eru eingöngu til útláns. Ekki er leyfilegt að skoða þau á safninu
- Öll leikföng í barnadeild hafa verið tekin úr umferð
- Mælumst til þess að viðskiptavinir virði tilmæli um 2 metra fjarlægð
- Lágmörkum tímann sem við erum á safninu; Biðlað er til viðskiptavina um að dvelja ekki lengur á safninu en þann tíma sem það tekur að velja sér bækur, taka og/eða skila.