Nýverið barst Sauðárkrókshöfn fyrsta bókunin frá skemmtiferðaskipi til Sauðárkróks. Skipið er áætlað til Sauðárkróks 06.07.2020 og heitir Seabourn Quest og er 200 metrar að lengd og ristir 6,5 metra. Skipið mun leggjast á akkeri og ferja farþegana í land sem eru 450 og í áhöfn eru 335. Mikill áhugi er núna hjá umboðsaðilum skemmtiferðaskipa að koma til Sauðárkróks og má buast við fleiri bókunum á næstunni.

Skipið Seabourn Quest kom meðal annars tvisvar til hafnar á Siglufirði í ár.