Stúlknakórinn Draumaraddir Norðursins í Skagafirði syngja um súkkulaðilandið sem margir hafa eflaust heimsótt um páskana.
Undir styrkri stjórn Alexöndru Chernyshova hafa stelpurnar náð miklum árangri, ferðast út um allan heim til að syngja og gáfu nýlega út geisladisk þar sem bjartar og fallegar raddir þeirra njóta sín. Alexandra segir stelpurnar vera svona flinkar söngkonur því þær æfa sig stíft en þó er gleðin og ánægjan alltaf í fyrirrúmi. Þarna eru saman komnar söngstjörnur framtíðarinnar enda hafa stelpurnar mikinn metnað til að verða fullnuma í sönglistinni.
Heimasíða stúlknakórsins er hér.
http://www.dreamvoices.is/pages.php?idpage=10915
Heimild: Rúv.is