Akureyrarmót í frjálsíþróttum fór fram á frjálsíþróttavellinum við Hamar á Akureyri helgina 21.-22. júlí.  Veður var gott og keppendur margir, alls 149 skráðir til leiks, þar af 27 frá UMSS.

Skagfirðingarnir stóðu sig mjög vel á mótinu, margir bættu sinn fyrri árangur og sigur vannst í 15 greinum.  Krakkarnir í flokki 12-13 ára voru áberandi í liði UMSS og sigruðu þau í stigakeppni aldursflokksins.

 

Sigurvegarar UMSS í einstökum greinum:

  • Vésteinn Karl Vésteinsson (12-13):  60m grindahlaup, hástökk, langstökk og spjótkast.
  • Fríða Ísabel Friðriksdóttir (14-15):  200m hlaup og 80m grindahlaup.
  • Vala Rún Stefánsdóttir (12-13):  60m grindahlaup, kúluvarp og spjótkast.
  • Hafdís Lind Sigurjónsdóttir (12-13):  200m hlaup og langstökk.
  • Daníel Þórarinsson (16+):  800m hlaup.
  • Hákon Ingi Stefánsson (14-15):  Kringlukast.
  • Ragna Vigdís Vésteinsdóttir (14-15):  Hástökk.
  • Rúnar Ingi Stefánsson (12-13): Kúluvarp.

 

Margir aðrir náðu mjög góðum árangri.  Má þar nefna að Jóhann Björn Sigurbjörnsson bætti sinn fyrri árangur, þegar hann varð í 3. sæti í 100m hlaupi á mjög góðum tíma, 11,16 sek.  Hann hljóp reyndar á 11,13 sek í undanrásum, en þá var meðvindur aðeins yfir leyfilegum mörkum.  Þá bætti Daníel Þórarinsson árangur sinn vel í 400m hlaupi, þegar hann varð í 2. sæti á 52,03 sek..