Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 11-14 ára, fer fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík helgina 25.-26. febrúar.  Mótið er vel sótt, 360 keppendur eru skráðir frá 19 félögum og samböndum.  Flestir keppendur koma frá ÍR eða 61, FH sendir 44, HSK/Selfoss 35, UMSE 29 og frá UMSS eru 23 keppendur á mótinu.

Keppni á MÍ 11-14 hefst á laugardag kl. 10 og stendur fram undir kl 17.  Á sunnudag hefst keppnin einnig kl. 10, en lýkur um kl. 15.