Áhöfnin úr Sólbergi ÓF1 var send í sýnatöku í vikunni svo tryggt yrði að enginn væri með kórónusmit í næsta túr togarans. Starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands gættu fyllsta öryggis og voru í hlífðarfatnaði þegar sýni voru tekin fyrir utan starfsstöð HSN á Siglufirði.