Sjómannadagshelgin í Ólafsfirði

Það er þétt dagskrá um Sjómannadagshelgina í Ólafsfirði. Dagskráin á laugardag hefst með Golfmóti sjómanna og dorgveiðikeppni fyrir börnin. Sigling verður í boði Rammans og kappróður sjómanna. Um kvöldið verður svo útiskemmtun við menningarhúsið Tjarnarborg þar sem  Auddi Blö, Steindi Jr, Sveppi, Rúnar Eff og fleiri skemmta.

Laugardagur 10.júní
09:00 Golfmót sjómanna(vanur/óvanur)Mæta tímalega
10:00-10:50 Dorgveiðikeppni fyrir börnin við höfnina, keppendur verða að vera í björgunarvestum (vesti eru til á bryggjunni)
11:00 Sigling í boði Rammans (grillaðar pylsur og svali fyrir alla á eftir)
12:45 Kappróður sjómanna við höfnina
14:00 Keppni um Alfreðsstöngina, tímaþraut og trukkadráttur (við Tjarnarborg og í sundlaug) Ramminn býður upp á hina sívinsælu sjávarréttarsúpu við harmonikkuleik Stúlla. Ís fyrir börnin
15:00 Nýja náttúrugripasafnið okkar Fjallasalir-Safnahús opnar í Pálshúsi. Kristinn G. Jóhannsson sýnir í listsalnum.
17:30 Leirdúfuskotmót sjómanna á skotsvæði SKÓ
19:30 Kappleikur Sjómenn – Landmenn á Ólafsfjarðarvelli (2x20mín)
21:00 Útiskemmtun við Tjarnarborg. Auddi Blö, Steindi Jr, Sveppi, Rúnar Eff og fleiri
23:00 Pubquiz á Höllinni