Sjómannadagshelgin í Ólafsfirði hófst í gær og fullt af viðburðum verður einnig í dag. Klukkan 9:30 hófst dorgveiðikeppni fyrir börnin við höfnina. Klukkan 12:30 hefst kappróður sjómanna við höfnina og þar verða grillaðar pylsur. Klukkan 13:30 verður keppni um Alfreðsstöngina, tímaþraut og trukkadráttur við Tjarnarborg og sundlaugina. Ramminn mun bjóða upp á sjávarréttasúpu. Klukkan 15:00 hefst svo knattspyrnuleikur KF og Sindra á Ólafsfjarðarvelli í 3. deild karla. Strax á eftir eða kl. 17:00 hefst leikur Sjómenn-Landmenn á Ólafsfjarðarvelli og mun Eiður Smári spila með sjómönnum. Úrslitaleikur meistaradeildarinnar verður sýndir í Tjarnarborg kl. 19:00 og verða bjór og veitingar til sölu.

Um kvöldið klukkan 21:00 hefst útiskemmtun við Tjarnarborg þar sem Ronja og Ræningjarnir, Trúðurinn Walle og Stebbi Jak ásamt Audda og Steinda Jr.

Klukkan 23:00 verður svo ball í Tjarnarborg með Stebba Jak og Andra Ívars, og kostar miðinn 3000 kr.