Sjómannadagshelgin hefst í dag í Ólafsfirði, föstudaginn 31. maí.  Meðal viðburða í dag má nefna útvarpsþátt FM95Blö sem sendur verður út á tíðinni 101,7 í Fjallabyggð klk. 16:00.  Einnig kl. 16:00 hefst Leirdúfuskotmót sjómanna á skotsvæði Skotfélags Ólafsfjarðar. Sjóarasveifla er golfmót sem hefst kl. 17:00 og verða spilaðar 18 holur á Skeggjabrekkuvelli.

Um kvöldið verður svo Uppistandskvöld þar sem Ari Eldjárn stjórnar ferðinni ásamt hópi uppistandara og verður þessi skemmtun í Tjarnarborg og kostar miðinn 3500 kr. Rétt fyrir miðnætti eða kl. 23:30 mun Herra Hnetusmjör og Huginn ásamt DJ halda ball í Tjarnarborg og kostar miðinn 4000 kr.

Forsala aðgöngumiða fyrir helgina verður í dag, í Tjarnarborg milli 12:00 og 14:00.