Brunavarnir Skagafjarðar fengu í dag útkall vegna sinubruna við bæinn Vagli í Blönduhlíð. Slökkviliðsmenn frá útstöðinni í Varmahlíð sinntu verkefninu sem var á um 100 fermetra svæði nálægt fjósinu á bænum. Slökkvistarf gekk vel fyrir sig. Er þetta annað útkallið hjá Brunavörnum Skagafjarðar vegna sinubruna á rúmlega viku.
Eins og komið hefur fram í fréttum undanfarna daga er gróður mjög þurr og aðstæður óhagstæðar víðast hvar á landinu komi til þess að slökkva þurfi eld í sinu eða gróðri ýmis konar. Sinubrenna er að öllu jöfnu óhemil!