Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að bjóða Síldarminjasafninu á Siglufirði stuðning í formi tveggja sumarstarfsmanna í tvo mánuði . Áætlaður styrkur kr. 828.000. Safnstjóri Síldarminjasafnsins hafði áður óskað eftir stuðningi í formi sumarstarfsfólks, verkefnastyrks eða samstarfs um sumardagskrá. Greint hefur verið frá rekstrarerfiðleikum Síldarminjasafnsins vegna afbókana skemmtiferðaskipa og fækkunar gesta.

Starfsmennirnir tveir koma í gegnum átaksstörf námsmanna í samvinnu við Vinnumálastofnun.