Sigríður Vigdís gefur kost á sér í Fjallabyggð

Sig­ríður Vig­dís Vig­fús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Pri­mex á Siglufirði, gef­ur kost á sér í 1.-3. sæti á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins fyr­ir bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar í Fjalla­byggð í vor.  Sigríður er 52 ára, gift Rúnari Marteinssyni og eiga þau tvö börn og tvö barnabörn.

Um Sigríði

Sig­ríður Vigdís hef­ur víðtæka reynslu úr at­vinnu­líf­inu. Hún var í tíu ár með eig­in rekst­ur og hef­ur hún starfað hjá ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Pri­mex í sautján ár þar sem hún hef­ur verið leiðandi í upp­bygg­ingu þess.

Áherslur

Sig­ríði eru ný­sköp­un­ar­mál hug­leik­in og hef­ur hún m.a. setið í stjórn Ný­sköp­un­ar­sjóðs at­vinnu­lífs­ins, fagráði iðnaðar og þjón­ustu hjá Íslands­stofu og sit­ur í dag í stjórn Tækniþró­un­ar­sjóðs.

Sig­ríður legg­ur áherslu á að með fram­boði sínu vilji hún stuðla að því að gera Fjalla­byggð að enn betri bú­setu­kost fyr­ir fjöl­skyld­ur þar sem at­vinna, mennt­un, menn­ing­ar- og tóm­stund­astarf sé fjöl­breytt.

Sig­ríður legg­ur áherslu á mál­efni eldri borgara og vel­ferð barna.

Framtíðarsýn og tækifæri

Möguleikar Fjallabyggðar í atvinnumálum eru miklir og mikilvægt að byggja upp umhverfisvæna atvinnustefnu. Í Fjallabyggð er til að mynda stöndugur sjávarútvegur þar eru möguleikarnir miklir til aukinna verðmæta í formi nýsköpunnar eins og líftækni. Ferðmannafjöldinn er alltaf að aukast og telur Sigríður mikla möguleika í heilbrigðistengdri ferðamennku þar sem hreinleiki og náttúrufegurð Tröllaskaga bjóða upp á endalausa möguleika.

Tækifæri Fjallabyggðar felast í mannauðnum, árangur bæjaryfirvalda mun ekki síst velta á góðu samstarfi við fólkið sem þar býr .