Ólafsfjarðarmúli og Siglufjarðarvegur eru lokaðir vegna snjóflóðahættu. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar núna snemma í morgun. Einnig hefur Lágheiðin verið lokuð í nokkrar vikur.
Ófært er um Víkurskarð og þungfært á Öxnadalsheiði og á Hámundarstaðahálsi. Hálka eða snjóþekja ásamt éljagangi er í Skagafirði og innantil í Eyjafirði en hálkublettir á flestum leiðum í Húnavatnssýslum.
Norðausturland: Lokað á Hólasandi og um Dettifossveg en ófært um Hófaskarð. Þungfært er fyrir Tjörnes og þæfingur á Sandvíkurheiði og á Fljótsheiði. Snjóþekja og snjókoma er í Skjálfanda og hálka uppi við Mývatn.