Siglufjarðarvegur er ófær og er óvissustig vegna snjóflóðahættu. Þæfingsfærð er í Héðinsfirði og hálka er frá Múlagöngum að Dalvík. Snjóþekja og hálka er frá Dalvík að Akureyri og er unnið að mokstri samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þeir sem eru á ferðinni milli landshluta ættu að skoða vel kortin hjá Vegagerðinni og veðurspá.