Á Norðurlandi vestra er lokað um Siglufjarðarveg vegna snjóflóða. Leiðin um Lágheiðina er einnig ófær. Þæfingsfærð og skafrenningur er svo á Þverárfjalli en hálka eða snjóþekja er annars víðast hvar. Vegagerðin greinir frá þessu nú í morgun.